föstudagur, nóvember 25, 2005

þetta tókst!

Ótrúlegt þá bara einhvern veginn smullu allir vírar saman og það kviknaði á ljósperunni. Ég fékk engin komment við það sem ég var búin að gera sem er best. Þannig ég er greinilega á réttri leið og bullshittið mitt er að virka. Einn hópur var látinn kynna sitt verkefni. Við vorum mörg þarna búin að ná litlum sem engum svefni og fyrsta skipti sem margir settust niður í nokkra daga ekki til að vinna... ég sofnaði.


Í dag er málið að þvo þvottinn sem staflast hefur upp að undanförnu. Vá hvað er leiðinlegt að þvo þvott.

Rannveig er að koma í heimsókn yfir helgina því málið er Köben er skemmtilegri en Svíþjóð. híhíh ég vissi það alveg. Ætli maður verði ekki að drekka nokkra bjóra í tilefni þess?

Engin ummæli: