fimmtudagur, nóvember 17, 2005

hvað er eiginlega að mér?

Jæja klukkið er rétt rúmlega átta... ég er búin að vera vakandi í nokkra klukkutíma! Eða öllu heldur frá klukkan 5.30 í morgun. Þetta er í annað skipti í vikunni þar sem mér er það gjörsamlega ómögulegt að sofa lengur.En mig grunar að ég eigi eftir að vera úrvinda uppúr hádegi. Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér?

Ég er í dag búin að vakna fara í sturtu, skoða allar heimsins heimasíður, klára eitt stykki verkefni, fara í bakaríið, fara í metró, fara í strætó, koma í skólann og sit hér aaaaalein í skólanum en tímar hefjast ekki fyrr en kl. 9.50. En þetta er rosalega góður tími til að læra og vinna að verkefninu stóra.

Þar sem maður eyðir dágóðum tíma í almenningssamgöngur hér í bæ þá finnur maður upp á ýmsu til að láta tímann líða. Mitt aðaláhugamál er að skoða í hvernig skófatnaði fólk er í. Ég er sannfærð um það að skórnir segja hvernig persóna manneskjan er. Ég er allavega komin með nokkrar steríótýpur. Annars dauðlangar mig í nýja skó... helst lágbotna stígvél! Hver vill gefa mér svoleiðis?

Engin ummæli: