þriðjudagur, nóvember 29, 2005

brjálæði

Eins og allir sem eru í skóla þá eru að byrja próf...vei uppáhaldið mitt! Ég þoli ekki próf því ég fyllist viðbjóðslegum prófkvíða og fer að efast stórlega um gáfur mínar og kunnáttu. Ég er komin á það stig núna! Var að skrifa niður allt sem ég þarf að gera á næstu tveimur vikum og ég verð að viðurkenna það er ekki lítið. En nú er málið að vera ofur skipulögð og stick to the plan. Riiiight!

Það er skítakuldi hérna og Danir kunna ekki á hitastýringu og því er allstaðar kalt... ég sit í skólanum daglega í tveimur peysum með trefil og ég væri í vettlingum ef ég gæti pikkað inn á tölvuna í þeim. Erfitt líf! Ég hlakka mjög til að fara til Íslands þar sem fólk kann á kyndingu.

Hlakka líka til að sofa í stóra rúminu mínu og fá mömmumat og hitta allt fólkið mitt og barasta hafa það ljúft.... ég veit líka að þegar ég er á leiðinni til Íslands þá þarf ég ekki að pæla í þessu ljóta verkefni, engar kostnaðaráætlanir, engar tímaáætlanir, engir fundir, ekkert AutoCAD, ekkert að pæla í lögnum, ekkert að pæla í byggingarefnum, ekkert að spá í byggingarleyfum, ekkert að spá í skrítnum hópfélögum, engin útreikningar, ekkert að spá í burðarþoli, ekkert að pæla í hversu mikla steypu maður þarf, ekkert að pæla eldhús og baðinnréttingum, ekkert að spá í hitatapi.... æ Hrebbna hættu þessu væli! Ég fíla þetta nám í tætlur en það er bara eitthvað svo mikið að gera núna.

Engin ummæli: