mánudagur, nóvember 07, 2005

Enn og aftur...

Já já Hrebbna er enn og aftur komin með hálsbólgu, reyndar í þriðja eða fjórða skipti á skömmum tíma. Versta bara þegar ég fæ hálsbólgu þá fæ ég hita og verð rosalega sljó. Ég held það sé alveg kominn tími til að láta rífa alla kirtla út. Mmmmm þá fær maður að borða ís í heila viku. Fékk tíma hjá lækni á morgun... sjáum til hvað hann segir.

Allir gestir farnir aftur til síns heima bæði Frónarbúar og Baunar.. Ég þarf bara nauðsynlega að laga til hérna núna en það er smá drasl eftir alla sem hefur á hér gengið undanfarið.

Pabbi gamli á afmæli í dag, TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN PABBI!

Engin ummæli: