miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Enn eitt...

Sjö hlutir sem ég ætla ad gera áður en ég dey:
Klára eitthvað nám
Fara til Ástralíu
Hanna eigið hús
Eignast börn (þarf maður þá ekki líka mann?)
Fara í heimsreisu
Fara í fallhlífarstökk
Vera hamingjusöm

Sjö hlutir sem ég get:
Ég kann alveg að elda
get keyrt bíl
látið eins og fífl
talað og það mikið
hangið á kaffihúsum
blandað kaffikokteila
spilað golf


Sjö hlutir sem ég get ekki:
Sungið
haldið hreinu heima hjá mér
skilið svía tala
skipt um dekk
vaskað upp jafnóðum
Fattað AutoCad almennilega
spilað golfSjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
Augun
Húmorinn
Persónuleikinn
Gáfur
Brosið
Rassinn
Metnaður
restin....


Sjö þekktir sem heilla mig:
Angelina Jolie... hún er bara svo kúl.
Colin Farrell... hann er bara svo hot.
J.LO.... bara því hún virðist geta allt.
Quentin Tarantino...því hann gerir svo flottar myndir.
Johnny Depp.... hann er flottastur.
Madonna.... wonder woman.
Kanye West... fyrir að vera kúl.Sjö setningar/orð sem ég segi oft:
Ha?
Já já
sagði einhver bjór?
Hva meinaru...
jæja þetta er síðasti bjórinn svo fer ég heim.
ég er hætt að drekka (oftast sagt á sunnudögum)
hvad siger du? engang til...


Sjö hlutir sem ég sé núna:
Laptopinn minn
símann minn
sjónvarpið
borðstofuborðið
lampann minn
Kormák og Breka (plönturnar mínar)
ég sé reyndar alla íbúðina mína þar sem hún er frekar lítil.


Ég ætla að "kitla" Hildi, Sólveigu, Sunnu og Kristín Erlu.... þið hin megið líka alveg gera þetta.

Engin ummæli: