Já komin með ógeð á inniverunni og skellti mér í skólann í morgun. Það var nú reyndar ekki mikið gert en gott að komast út á meðal fólks.
Fór í pyntingu í morgun... ég skalf af hræðslu og sagði hjúkkunni vinsamlegast ekki láta mig vita hvenær hún myndi stinga mig. Svo kom það ááááááiiii.... ok kannski ekki svo slæmt en ég sá aldrei nálina þannig mér leið betur en vanalega. Þoli ekki þegar það er búið að leggja helv... nálina pent á borðið áður en maður kemur.
Það er ógó veður hérna núna... dimmt og rok og rigning og kalt skítkalt. Vottar jafnvel fyrir smá heimþrá í svona veðri.
Mig langar til sólríks lands þessa stundina.... liggja á ströndinni með Strawberry Daquiri.
Jæja er ekki kominn tími á heimferð?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli