Það er skítakuldi hér í Köben! Greinilegt að það er að koma vetur og ég verð að viðurkenna að ég er alveg komin í jólafíling. Fylltist nett af stressi í gærkveldi þegar ég hugsaði til þess ég hef einungis mánuð til stefnu til að klára að búa til allar jólagjafir og audda föndra jólakonfektið.
Það er brjálað að gera í skólanum núna... mér finnst ég komin frekar afturúr en þetta reddast. Auðvitað setur feitt strik í reikninginn að ég er ekki búin að vera hérna undanfarna viku.
Ég hlakka viðbjóðslega til að heimsækja Frónið en það er hálft ár síðan ég flutti hingað út. Tíminn flýgur algerlega frá manni. Mér finnst ekkert smá stutt síðan ég flutti en samt finnst mér ég alltaf hafa búið hérna. Líka maður er búinn að afreka margt og mikið og bralla ótrúlegustu hluti á þessum tíma.
Jæja ég ætti nú kannski að fara að vinna að verkefninu...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli