laugardagur, nóvember 05, 2005

Fullt af myndum

Var að bæta inn fullt af myndum frá lífinu hér í Köbenhavn þar má meðal annars sjá myndir af íbúðinni minni. Það var svakalega gaman í gær byrjuðum á skólabarnum og fórum svo í partý til skólafélaga míns þaðan fórum við á barinn hans Dennis í Nyhavn... ölvun var gífurleg en skemmtun í hámarki. Sést vel á myndunum.

Í kveld munum við stöllur fara á Reef n Beef, auðvitað verður maður að leyfa sveitapakkinu að smakka krókódíl, kengúru og emu. Senere i aften munum við fara í teiti til Herra Þráins og Frú Maríönnu. En hann átti einmitt afmæli um daginn. Jæja komin tími til að fara að fegra sig fyrir kvöldið.

Ciao!

Engin ummæli: