miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Sé fyrir endan á þessu

Veiii ég svaf næstum heilan svefn í nótt... og engir brjálaðir draumar. Ætli ég geti þá ekki farið í skólann á morgun ef ég er orðin hitalaus... verð þá bara að halda kjafti þar sem það er mjög erfitt að tala. Svo hitti ég doktor hálsa á morgun.

Hildur kom í heimsókn í gærkveldi og horfðum við imbann. Það var klikk spennandi þáttur af CSI (Tarantino leikstýrði) en neiiii það var to be continued... ÉG HATA SVONA! Nú þurfum við að bíða í heila viku til að sjá hvað gerist. Ég er ekki þolinmóð kona og svona pirrar mig bara.

Nú styttist í það að ég fái nokkrar stöðvar aukalega (ríkisstöðvarnar eru ekki þær skemmtilegustu). Síðustu þrjá daga hef horft á þessar 4 DVD myndir sem ég á of oft fyrir utan það að ég var komin með ógeð á þeim áður.
Hmm úllendúllen doff kikkilani koff hvað á ég að horfa á næst.... Clueless!

Engin ummæli: