Þynnkupartý á Dalslandsgade í dag. Elín Ása og Hildur gistu hérna í nótt, vitleysingarnir læstu mig úti úr eigin íbúð. Það var meira en lítið erfitt að reyna að komast inn... Þær heyrðu ekki bankið né símhringingar. Að lokum endaði þetta vel því ég var skuggalega nálægt því að fara bara að sofa á ganginum... minnti mig svolítið á aðstæðurnar þegar ég læstist á baðinu í Bakkasmára.
Ég er andleg endurnæring Elínar í dag og Hildur bíður eftir kraftaverki.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli