fimmtudagur, nóvember 24, 2005

þriggja tíma svefn

Nóg að gera eins og ég tjáði ykkur í gær. Var hér til mjög seint í gærkveldi rúmlega miðnættis. Fór heim til mín náði að sofa í nokkra tíma og var svo komin á fætur um fimm í nótt. Þrátt fyrir gífurlegt svefnleysi þá er ég furðulega hress.

Loksins fór kostnaðaráætlunin aðeins að ganga en það var þegar einhverjir tveir vírar í hausnum á mér náðu loks að tengjast... þá var etta barasta ekkert mál. En þrátt fyrir það þá vilja tímaáætlunarvíranir alls ekki tengjast.

Vá hvað ég vildi ég væri einhversstaðar í sólarlöndum að sötra kokteil úr kókoshnetu....

Engin ummæli: