laugardagur, apríl 21, 2007

Af veikindum og öðrum skemmtunum

Langt síðan ég hef verið svona hrikalega veik. Mér er illt frá tá og uppí topp (mjög mikið í toppstykkinu) og næring er eitthvað sem líkami minn hefur mótmælt í dag. Ég leitaði lengi í dag að einhverjum sem gæti unnið fyrir mig í kveld þar sem ég sá ekki fram á að geta staðið í lappirnar og þjónað. Eftir að hafa hringt í um það bil 20 manns og veit að eigandinn hringdi í álíka marga, fann ég eina stúlku til að vinna nema hún þekkti staðinn ekki neitt. Þannig ég þurfti á öllum mínum kröftum að halda til að fara niður í vinnu og þjálfa hana á hálftíma. Strætóferðin var mesta kvöl og pína sem ég hef upplifað... þurfti að fara út nokkrum sinnum á leiðinni og taka næsta vagn. En tókst að útskýra allt og hélt heim á leið, í sófann minn undir sængina hlýju, með leigubíl!!!!

En súrt að vera veikilíus á laugardegi þegar það er fullt að gerast! En fyrsta skipti held ég sem ég er að horfa á sjónvarp á laugardagskveldi!!!!

1 ummæli:

Eva sagði...

láttu þér batna skvís,

en ój, já það er hrikalegt að vera ferðast eitthvað (strætó sérstaklega) þegar maður er alveg að deyja!

úff fúff og sveiattan, láttu þér batna :)