sunnudagur, apríl 01, 2007

Svei mér þá

TVÍBURAR 21. maí - 20. júní Þegar þú hefur ekki efni á einhverju sem þig langar í, ekki sannfæra sjálfa þig að þú þarfnist þess hvort eð er ekki. Vertu frekar útsjónarsöm og finndu leiðir til að fá það sem þú vilt.

Þetta er ein hvað besta stjörnuspá sem ég hef fengið í lengri tíma. Ég verð að fylgja stjörnuspánni minni... kannski ég fari og kaupi mér allt sem mig langar í. Fylltum reyndar aðeins á vínrekkann hjá okkur í dag og auðvitað var fyllt á ísskápinn sem var orðinn frekar sorglegur. Þannig ég og Elín erum bara heima í kvöld að hygge okkur með rauðvín.

Ég ætlaði þvílíkt á tjúttið í gær en eftir vinnu var ég orðin frekar lúin að ég endaði með að sofna á sófanum í djammgallanum og alles.

Ótrúlegt en satt þá er ég í fríi í tvooo daga í röð. Næ kannski að laga til og setja í þvottavél og allt það skemmtilega sem maður neyðist til að gera af og til.

Engin ummæli: