fimmtudagur, maí 31, 2007

Tímaleysi!

Af hverju eru ekki fleiri tímar í sólarhringnum??? Alveg sama hvað og hvernig ég skipulegg mig þá vantar alltaf meiri tíma. Við erum að reyna að pakka niður og ganga frá íbúðinni á kollegíinu, en sökum vinnu þá einhvern veginn gengur þetta ósköp hægt. Við höfum í hyggju að flytja og klára allt á sunnudag og mánudag. Sjáum bara til hvernig það gengur. Annars bjóðum við upp á kalda bjóra og pizzu fyrir þá sem eru svo elskulegir að hjálpa okkur við flutninginn. Já og svo í kaupbæti býð ég í grillveislu fljótlega! Any takers???

Að öðru... ég er búin að vera að taka eftir svoooo mörgu hérna að undanförnu sem mér þykir einstaklega furðulegt. Til dæmis hvernig fólk hagar sér í strætó, dónaskapur í samskiptum, karlmenn á flottum bílum að keyra upp að konum á Istedgade og "kaupa" þær, eiturlyfjasamningar og fleira og fleira. Allt eru þetta hlutir sem gerast um hábjartan dag en ég hugsa að fæstir taka eftir. Ég hef tekið eftir þessu í dag því ég er bara búin að vera að glápa út um gluggan í vinnunni að fylgjast með fólki því það er mjög lítið að gera í kvöld sökum einstaklega frábærs veðurs.

Á morgun ætlum við stelpurnar allar að vera í kjólum (allavega ég, Elín og Helga). Þær eru að fara á GusGus tónleikana en ég þarf að vinna en mun hitta þær eftirá. Nema hvað ég á enga skó sem passa við fínan kjól og ætla því að kaupa afmælisgjöfina til sjálfrar mín aðeins snemma, nú er bara að finna flotta skó. Ég gef mér skó á hverju einasta ári í afmælisgjöf.

1 ummæli:

Eva sagði...

ég er alltaf boðin og búin, það þarf bara að senda mér flugmiða ;)

knús