fimmtudagur, maí 24, 2007

Loksins pláss fyrir fötin mín!

Jæja þá er ein af áhyggjum síðustu daga út um veður og vind. Við stöllur erum komnar með íbúð og það alveg frábæra! Stór íbúð á tveimur hæðum með garði í austurbrú. Ég hlakka ekkert smá til að flytja verð ég að segja og komast á stað þar sem mér finnst ég eiga heima. En íbúðin á kollegíinu hefur einhvern veginn alltaf verið til bráðabirgða, eitt dæmi um það er að við höfum átt heima þarna síðan í ágúst en ekki enn hengt upp eina einustu mynd. Við Elín kíktum á þessa íbúð núna í vikunni og urðum algerlega ástfangnar og þegar ég fékk símhringinguna í dag þá hoppaði ég hæð mína af kæti. Var reyndar þegar farin að innrétta í hausnum á mér.
En ef einhver er ekki að gera neitt í byrjun júní þá gefum við kaldan bjór fyrir aðstoð við flutning!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég panta ad tid haldid innflutningsparty 12-15.juni eda eftir 23.agust. annad er bara rugl. viljid tid kannski fa kommoduna ykkar?