Loksins loksins þá er komið að blessuðu Berlínarferðinni sem er búin að vera á planinu núna í rúmt hálft ár. Við förum í lestinni á morgun um hádegi svo geri ég ráð fyrir að vera í Berlín um kl 18. Þá fara að leita að hostelinu og svoooo djamma!
Ótrúlegir sumir hlutir hér í Danmörku, það er eitthvað að póstinum hérna þannig ég er ekki að fá öll bréfin mín. Jæja ekki nóg með það þá var eitthvað bréf frá símafyrirtækinu sem endursendist (nota bene ekki reikningur heldur auglýsingin, þar sem ég er með greiðsluþjónustu) þannig símafyrirtækið ákvað að ég væri ekki til lengur og lokuðu símanum mínum! Ok þetta er símafyrirtæki afhverju hringdu þeir ekki bara í mig? Já já svo sögðu þeir að það myndi taka nokkra daga að opna símann halloooo ég borga reikninginn á réttum tíma í hverjum mánuði og þeir ætla að taka sér góðan tíma í að opna hann aftur. Hrebbna var EKKI sátt og eigum við ekki að segja það var búið að opna símann áður en ég lagði á.
2 ummæli:
Ég vil fá myndirnar inn sem fyrst takk fyrir, mínar eru komnar inn. Hvað segir herramaðurinn frá Írlandi?
Jæja, fer ekki að koma ferðasaga... komstu ekki örugglega heim eða ertu kannski týnd???
knús
Skrifa ummæli