Jæja þá er búið að rýma ungdomshuset og öll borgin fór náttúrulega í biðstöðu. Það var kveikt í rétt hjá þar sem ég á heima og maður heyrði nettar sprengingar og læti lengi vel. Þyrlur sveima hérna reglulega og maður sér lögguna víða. Manni hálf líður eins og þetta sé borg sem er að búa sig undir massíft stríð. Samt finnst mér fréttaflutningurinn af þessum atburðum of dramatískur.
Lítið að frétta af mér bara vinna og meiri vinna. Svo Berlín á föstudag... hlakka svoooo til.
Þangað til næst!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli