fimmtudagur, desember 11, 2003

Shit!!!

Ég var að keyra Jon í vinnuna og leiðin heim var ein sú hræðilegasta í heimi.
Ég er bara að keyra í mestu makindum á US1 syngjandi hástöfum með laginu sem var í útvarpinu. Allt í einu kemur silfurlitaður BMW keyrandi og svínar á mig. Ég hugsa djöfulsins asni! Eftir nokkrar sekúndur kemur hvítur jeppi á sama hraða og með sama vesen að elta hinn. Allt í einu eru bílar út um allt, klessur hér og þar... ein stelpa klessti á tré og svo nokkrir bílar í einni stórri hrúgu. Bimminn og jeppinn höfðu beygt út af en á næstu gatnamótum komu þeir aftur. Sama sagan þar sá einn geggjað flottann Lexus fara í hring og lenda á ljósastaur. Ég var ekkert smá hrædd. Ég slapp alveg bara á heppni. En ef ég hefði svo mikið sem snert bremsuna þá væri ég líklega á spítala núna. Jæja loksins þegar ég get stoppað hringi ég á 911 og gef lýsingar og tilkynni allt þetta. Og þeir segja við mig að þeir ætli að senda alla bíla að leita að þessum fávitum. Ég skelf ennþá meðan ég er að skrifa þetta og er búin að reykja alveg slatta af sígó!

Never a dull moment in Florida


Og hafiði það!

Engin ummæli: