mánudagur, júní 30, 2003

Hann lendir á Fróninu

Þá er allt komið á hreint með flug og slíkt hjá Jon og Sarah systur hans.

Þau fara í loftið 11. júlí og lending er hérna 12. júlí klukkan 6.25 um morguninn. Síðan fara þau tilbaka 22. júlí.

Loksins búin á næturvöktunum þarf ekkert að mæta í heila viku á óguðlegum tíma í vinnuna.... bjór og sígó með Kötlu og Sigrúnu í kvöld.... ætli ég kunni að fara á kaffihús lengur?? Nei í alvöru ég manneskjan sem fór á kaffihús 3-4 sinnum á dag hefur eiginlega ekkert farið síðan ég kom heim frá Florida. Nett skrítið. Ég held meira að segja að bróðir minn sé búinn að fara oftar en ég.

Búin að sofa í allann dag eftir vinnu sko þannig maður verður í nettum fíling í kvöld.

Engin ummæli: