sunnudagur, júní 29, 2003

Jæja langt síðan ég hef skrifað!

Ég er búin að vera vinna eins og vitleysingur. Búin að vera að elda, þjóna og þrífa herbergi.... massa gaman.

Kíkti til Marínar í kveðjupartý en var bara stutt því ég þurfti að fara að vinna klukkið 4 í nótt. Woohoo ég er búin á morgunvöktum á morgun svo eru það kvöldvaktir í vikunni, nema náttúrulega bæði morgun og kvöldvaktir næstu helgi. Verð sko að safna... en ég held ég fái samt frí á miðvikudag.... hlakka massa til að sofa út og vera bara að dúllast. Svo er saumó á miðvikudagskvöld, maður fær þá slúðrið í æð. hehe

Kallinn minn kemur 11. júlí váá hvað ég hlakka til. Það er massíf dagskrá plönuð... hitta þetta og hitt fólk og skoða þetta og hitt. Tek alveg við uppástungum um hvað verður að sýna þeim (systir ætlar líka að koma.)

úúú mig langar á kaffihús og fá mér bjór!!

útborgunardagur í næstu viku!!

Engin ummæli: