miðvikudagur, mars 02, 2005

Hvað er að fólki?

Ég fékk e-mail áðan (já já ég veit allir fá email)... kom eins og þruma úr heiðskýru lofti og ég verð nú að segja að blendnar tilfinningar eru um þetta e-mail. Ég er barasta vægast sagt sjokkeruð. Þetta e-mail var frá fyrrverandi tengdó... hún er að tjá mér það að Jon hefði sagt henni að ég og fjölskylda mín yrðum heima í lok mars. Og barasta hefði bókað far í heimsókn fyrir sig og Jon! Í fyrsta lagi þá hef ég ekkert talað við Jon um hvort ég yrði heima eða ekki heima í mars eða neitt þar í kring. Ég ætlaði satt best að segja að vera í Köben þessa daga eða í London með Elínu... ok Köben ferðin datt niður en var enn að skoða þetta með London! Hver bókar far til Íslands án þess að spyrja fyrst?

Mér finnst þetta mjög óþægilegt vægast sagt.

Engin ummæli: