föstudagur, mars 04, 2005

Nóg að gera!

Minns er barasta í fríi í dag! Mjööög ljúft og í dag er þéttskipuð dagskrá. Ég fer í klippingu og litun hjá Þórunni... hún ætlar að gera mig að svaka skvísu. Þarf einnig aðeins að kíkja út á bókhlöðu en ég er að gera hópverkefni í Rekstrarstjórnun sem er að gera mig gráhærða.... Spálíkön eru ekki sniðug. Var á fundi í gærkveldi þar sem ég hélt að við myndum ekki geta gert neitt... en svo bara kláruðum við eiginlega ritgerðina.... vúhú!

Í kvöld fer ég svo út að borða með Skemmtifélaginu Labello... sem er félag jákvæðra þingvarða... Caruso here I come. Svo verður eitthvað smá djamm á því liði í kveld.

Á morgun er svo djamm á Díónýsus! Vííííí...

Í gærkveldi þá fór ég á þennan fund og svo honum loknum fór ég út á vídeóleigu og tók tvær myndir og Eva kom í heimsókn og ætlaði að horfa á með mér. Ég var sofnuð held ég áður en það var búið að ýta á play. Týpískt.

Annars eru fleiri útlendingar að koma til Íslands... Lisi vinkona frá Austurríki er að koma þann 16.mars djöööö hvað ég hlakka til að hitta hana. Hún var skiptinemi í MK þegar ég var þar... og ég hef ekki séð hana síðan hún fór til Austria!

Ég er búin að senda myndina hér að neðan af Kristínu og Ásgeiri í ljósmyndasamkeppni... viðfangsefni keppninnar er svipbrigði geta sagt meira en þúsund orð! múhahahah!

Jæja nóg af röfli best að fara að gera eitthvað af viti!

Engin ummæli: