þriðjudagur, mars 08, 2005

Allt að gerast!

Greinilegt að það er farið að vora... miklu meira líf og fjör á Austurvelli. Rónarnir eru farnir að sjást þar sitja í litríkum samræðum á hverjum degi. Það er líka svo hlýtt úti að maður finnur alveg að það er sumar alveg á næsta leiti. Oh ég hlakka svo til sumarsins. Danmörk here I come!

Komin með nett ógeð á vinnunni minni og var mjög nálægt því að segja upp í gær. Fékk bara nóg! Hringdi í Elín Ásu alveg brjáluð og sagði að ég kæmi örugglega fyrr en ég ætlaði mér. Náði nú alveg að róast eitthvað. Sólveig og Elín Ása hringdu í gærkveldi og ætluðu að peppa mig upp... ég var á deiti með Óla Lokbrá þannig ég missti af þeim... en heyrði skemmtileg skilaboð á talhólfinu... takk skvísur.

Svo er allt að smella saman með árshátíð Dísanna sem verður heima hjá mér eftir 4 daga. Djöfull hlakka ég til. Þetta verður flottasta árshátíðin hingað til...trúið mér enda ég og Anna Lára í skipulagningu.

Oh svo eru stigvélin sem ég pantaði mér komin.... djöfull verð ég flott.

Engin ummæli: