föstudagur, mars 11, 2005

flottir skór

Ég get bara ekki hætt að dáðst að nýju stigvélunum mínum.

Ég vil benda öllum konum á þessa snilldar búð á netinu. Ég held flestar konur eigi bágt með að finna stigvél sem passa ákkúrat á kálfana á þeim... alltof of stórt eða of lítið.

Ég tók áhættu að panta þarna því ég vissi ekkert hvernig þessi skór kæmu til með að líta út við afhendingu né hvort þau kæmu yfirhöfuð. Skórnir kostuðu 75 pund og svo var 4000 kall í tolla. Samtals 12.000 í.kr.

En viku eftir að ég panta eru þau komin heim til mín upp að dyrum. Ég opna kassann og ó gvuð minn almáttugur þau eru geggjuð... æðislegt leðrið í þeim...svo mjúkt, og fallega fóðruð....ótrúlega vönduð stigvél.... æ ég er ástfangin af þessum skóm og ég á mér nýja uppáhalds búð!

Engin ummæli: