fimmtudagur, mars 24, 2005

Ákvarðanir

Ég er búin að hugsa og hugsa og hugsa um hvað ég vil gera í framtíðinni. Ég er ekki að fíla vinnuna mína neitt rosalega... ég er í námi bara til að vera námi upp á punt... ég bý enn heima hjá foreldrum mínum og verð þar þangað til ég ákveð eitthvað.

Ég hef því ákveðið að flytja til Kaupmannahafnar.... ég fer í maí! Ætla að vinna þar þangað til ég fæ svar frá skólanum sem ég sótti um. Ef ég fæ neitun frá skólanum þá held ég áfram að vinna en ef ég fæ já frá skólanum þá er ég komin í nám í Köben. Elín og Sólveig eru þegar farnar að leita að hentugu húsnæði.

Lisi er búin að vera á landinu í rúma viku. Auðvitað hef ég náð að koma nokkrum bjórum í konuna... hehehe. En annars finnst mér hún snillingur... hún var hérna á landinu í 10-11 mánuði fyrir 5 árum og talar enn þvílíkt flotta íslensku. Ég hugsa að ég gæti þetta ekki.

Engin ummæli: