Dagurinn í dag hefur verið einstaklega viðburðarríkur eða ætti ég að segja fullur af óvæntum uppákomum... kynntum verkefnið okkar og ég verð að segja að það varð ekki alveg eins og ég var búin að plana það. En ég hef ákveðið að láta þetta ekki pirra mig meira í dag.
Já já svo skilaði ég dönsku skattskýrslunni minni í dag hún kom heldur ekki út eins og ég hafði planað.
Fékk upplýsingar um orlofið mitt og það kom einnig á óvart... en skemmtilega á óvart.
Hitti íslensku mafíuna á Baresso eftir skóla en ég var kannski ekki alveg eins glæsileg eins og ég á mér til að vera. Ástæðan er jú svefnleysi undanfarna daga vegna verkefnisins. Ég vissi ekki hvað var upp né niður; var eiginlega meira bara á Autopilot.
Náði að sofna aðeins og núna er Hildur í snyrtingu hjá mér. Oh hún verður sko alveg bomba!
Nýja lífsmottóið mitt: Þetta reddast...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli