Þrátt fyrir gífurlega fegurð er alltaf hægt að auka á hana. Ég keypti mér því eitthvað gasalega sniðugt gukk til að fjarlægja öll óæskileg hár. Kassinn sagði að þetta væri sársaukalaust og ekkert mál. Kassinn laug! Cold Wax Strips... ég fer eftir leiðbeiningum og byrja á löppunum........ Legg þetta pent á og svo átti að rífa. Það tók mig sirka 10 tilraunir í að rífa af.... djöööö hvað þetta er heví sárt. Við skulum bara segja að öll óæskileg hár eru enn á sínum stað. Er einhver svo mikill masókisti að geta pyntað sjálfa sig svona hrikalega? Frekari fegrunaraðgerðir verða prófaðar á næstunni.
Nú er einungis vika í partýið! Vúhú! Ég er reyndar ekki búin að missa 20 kg á einum mánuði eins og ég hafði vonast til myndi gerast. Kraftaverk gerast alveg þannig enn er von.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli