sunnudagur, mars 12, 2006

Húsmóðir með meiru...

Þessa helgina hefur ekki verið neitt djamm á íbúa A702 og heimalningum. Þess í stað ákváðum við að nota bjórpeningana í að kaupa gourmetmat og elda og hygge okkur.

Elduðum alveg veislumáltíð í gærkveldi og horfðum á of mikið sjónvarpsefni. Daginn í dag byrjuðum við á að baka köku og fórum svo í verslun að kaupa inn fyrir veislumáltíð kvöldsins. Mmmm góður matur og næsheit... þarf að gera þetta oftar.

Ágætt að fá svona helgar öðru hverju. Næsta föstudag er grímuball hjá bekknum og Hrebbnan ætlar að öllum líkindum að fara sem Silvía Nótt, ofurstjarna. ÚÚ yeah beibí, skilurru.

Engin ummæli: