föstudagur, mars 10, 2006

Kormákur...

Kormákur er rosalega lasinn, ég held það sé vegna þess ég hef ekki verið mikið heima til að tala við hann og Breka. Ég ákvað því að vera heima í kvöld til að ræða aðeins við þá og halda þeim félagsskap. Vona að þeir hressist við.

Ég var að fá yfirlit yfir rafmagnsnotkun og hita, Hrebbna barasta notar varla neitt. Og ég er því búin að ofgreiða og fæ sem sagt góðan afslátt á leigunni í næsta mánuði. Mjööög sátt við það þar sem ég er alveg einstaklega fátæk um þessar mundir. Atvinnuleit stendur nú yfir og vona ég að vera komin með tekjulind á næstunni.

Engin ummæli: