Föstudagur en ekki flöskudagur. Voðalega gaman í skólanum í dag allir enn að farast úr stressi, kennararnir með biðlista í að svara spurningum... mjög fyndið þeir sem vildu spyrja að einhverju áttu að skrifa nafnið sitt upp á töflu og svo var farið eftir þeirri röð.
Vá hvað ég væri til í að vera á sólarströnd núna að sötra kokteila og með engin deadlines eða stress. Geisp... Annars er ég búin að afreka ekkert smá í dag og verð að segja ég sé barasta pínu stolt af mér.
Vaknaði eldsnemma, fékk mér hafragraut í morgunmat.... halló ég borða næstum aldrei morgunmat og vakna næstum aldrei snemma. Þannig það er í sjálfu sér nógu mikið til að vera stolt af.
Best að halda áfram með vesenið...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli