þriðjudagur, september 26, 2006

íslandsferð

Þá er einstaklega góðri Íslandsferð lokið. Búin að ná að skoða landið, hitta fjölskylduna og vinina og borða á mig gat. Nú sit ég á flugvellinum og líður svolítið eins og þegar Palli var einn í heiminum. Hér er næstum ekkert fólk nema örfáar hræður í fríhöfninni og get svarið fyrir að ég held það sé barasta enginn í þessari álmu sem ég sit núna. Ég hef aldrei upplifað þetta á flugvelli fyrr.

En að sjálfsögðu eins og er siðurinn, þegar ég er að fljúga, þá er seinkun... ég held bráðum að ég fari barasta að gera ráð fyrir þessum blessuðu seinkunum.

En sjáumst hress og kát í Köben í kveld.

Engin ummæli: