sunnudagur, desember 17, 2006

jólakonfekt

Vegna þess mér leiddist ákvað ég að hringja í liðið hér á ÖK og plata það í konfektgerð. Audda tóku allir vel í þá hugmynd og nú eru komnar þrjár tegundir af trufflum, og 4 aðrar tegundir af konfekti og tvær tegundir af karamellum. Þvílíkur dugnaður.

Annars er allt búið að vera vitlaust hér í Köben í dag... eldar, sprengjur, víkingasveitir, 300 manns handteknir, allt út af Ungdomshuset. Sírenur hljóma hér í nágrenninu nokkuð reglulega þrátt fyrir að vera mjög langt frá átakasvæðinu. Að fylgjast með fréttunum er í senn spennandi og svolítið ógnvekjandi. Elín Ása var að fara í partý í Nørrebro í kvöld en þurfti að leggja á sig marga kílómetra krók á göngunni til að komast þar sem hún þurfti að komast. Mér finnst einstaklega furðulegt að mbl er ekki búið að koma með frekari fréttir af þessu og kannski nákvæmari fréttir. Þar er sagt að þetta sé götubardagi vegna félagsmiðstöðvar.... ekki alveg!Þetta er búið að vera í uppsigi í marga marga mánuði.

Jæja kominn háttatími á mig!

Engin ummæli: