miðvikudagur, desember 06, 2006

samhengi?

Ég er byrjuð að stússast í kringum jóladótaríið... ætla sko að vera tímanlega í ár. Mission sem ég er búin að eiga núna í hálft ár kláraðist í gær, en það var að finna fallegan kjól. Ég er búin að leita og leita að kjól síðan í sumar og í gær fann ég einn geeeeggjaðan. Ég var svo ánægð með hann að ég klæddist honum á rauðvíns-osta-fótbolta-skvísukvöldinu í gær. Ég held fáir hafi nokkurn tíman haft þetta þema...

Annars er ég núna að gera það sem mér þykir allra leiðinlegast í geimi, yup you guessed it ÞVOTTUR. Í þetta sinn var það orðið svo slæmt að mig var farið að dreyma helvítis þvottavélina. Um leið er ég að íhuga að jafnvel að hugsa um að koma í verk að þrífa íbúðina. Af hverju þarf maður stundum að eiga svona hrikalega leiðinleg verk sem þarf að ynna af hendi?

Engin ummæli: