föstudagur, desember 15, 2006

Tíminn flýgur hratt á gervihnattaröld

Vóóóó hvað gerðist eiginlega? Sofnaði ég í margar vikur eða eitthvað? Jólin eftir rúma viku!!! Ég hef ekki náð að klára neitt af þessu sem ég ætlaði að gera fyrir jólin.... úps!

Annars er ég byrjuð í nýrri vinnu.... ítalskur staður alveg við Gammel torv-Nytorv. Ég er voðalega alþjóðleg í þessum vinnum mínum... búin að vinna á áströlskum, dönskum, írskum, frönskum og nú ítölskum og svo skúra hjá amerísku fyrirtæki fyrir íslenskan mann. God damn man!

Úff púff hvað ég er eitthvað löt í augnablikinu... var reyndar komin í vinnuna frekar snemma í morgun og fór svo að snattast út um allann bæ eftir vinnu og endaði í Fields þangað til mér var hent þaðan út rúmlega 21.00. Ég á skilið að vera löt. Fínt að liggja í leti með ipodinn í eyrunum að spila kapal! En ætli maður þurfi ekki að láta sjá sig drekka bjór einhversstaðar í kveldinu.

Engin ummæli: