mánudagur, janúar 02, 2006

Fyrsti póstur á árinu 2006

Gleðilegt ár allir saman! Vonandi hafiði skemmt ykkur mega vel á gamlárskvöld. Vist mín á fróninu er senn á enda en ég fer á óguðlegum tíma í fyrramálið aftur til DK.

Dagurinn í gær var ekki góður dagur... ég hef sjaldan verið svona hrikalega þunn. Það átti meira að segja að vera djamm í gærkveldi en Hrebbna gat ekki hreyft sig.

Úff ég nenni ekki að pakka! Ég er núna að pakka þeim hlutum sem ég tók ekki með þegar ég flutti fyrst út. Shit hvað ég á mikið af fötum og drasli. Og manni finnst allt svo ómissandi.

Engin ummæli: