Það er búið að vera þvílíkur ólifnaður á manni að undanförnu og nú er tími til að breyta því. Til dæmis núna alveg tvo daga í röð hef ég munað eftir fjölvítamíninu og ekkert drukkið kaffi bara grænt te. Ég og Hildur duttum samt í nammipokann í gær.
Annars var stóri þvottadagurinn í gær.... það er ekki alveg pláss fyrir allan hreina þvottinn! Enda voru þetta nokkur tugir kíló af þvotti.
Núna erum við stöllur að leita okkur að einhverju áhugamáli... áhugamál sem er ekki drykkja og eitthvað sem því fylgir. Við ætlum að fara á eitthvað námskeið en spurning í hverju. Komnar með nokkrar hugmyndir en þær eru spænskunámskeið, Tai Chi, dömunámskeið, eitthvað föndurnámskeið... tek fegin við öllum uppástungum í kommentum.
Smá innskot: gafst upp á kaffileysinu! En bara einn bolli...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli