laugardagur, janúar 21, 2006

OFUR Konur með mission....

Hvernig er hægt að eyða svona geigvænlegum tíma í búðum marga daga í röð.... ég gafst upp í gær og fór ekki einu sinni með í dag.

Við stöllur fórum út að borða á Reef n Beef í gærkveldi.... verður maður ekki að fara með alla þangað? Þær fengu að bragða á krókódíl, kengúru og svo eftirrétt. Ég hélt mig við mitt uppáhald krókódíl í aðalrétt og ravíoli í forrétt. Auðvitað var kokteillistinn aðeins prófaður. Svo var farið aðeins á Shamrock að smakka á bjór. Enduðum hér á kollegíinu. Hulda Soffía entist ekki jafn lengi og við frænkurnar en við erum náttúrulega ekki með stopptakkann í lagi. Við frænkurnar tókum bjórkeppni við heilt rugbylið á barnum og auðvitað bárum við sigur úr býtum, ok ég en Gugga tók samt þátt.

Í kvöld á svo að endurtaka leikinn en á annan hátt. Best að henda inn nokkrum myndum.

Engin ummæli: