laugardagur, janúar 28, 2006

Dömufréttir

Áfram með operation dama. Það er ekkert svo rosalega erfitt að klæða sig upp og mála sig þannig maður líti út eins og dama. Tekur tíma en alveg vel hægt að framkvæma það. Erfiða dæmið hinsvegar er að haga sér öllum stundum eins og dama. Þetta er svo erfitt að ég er alveg úrvinda eftir daginn og fer snemma í háttinn.

Búin að komast að því að eftirfarandi er ekki dömulegt:

að drekka bjór
Hlæja hátt
Tala hátt
að prumpa
að kúka
að vera þunn
að vera full
að láta eins og fífl
að hlusta á rokk
að hlusta á hip hop (mar á bara að hlusta á Celine Dion)
að klæðast öllu svörtu
að vera ómáluð
að reykja
að tala um hluti mjög opinskátt
að segja það sem manni finnst
að hafa ekki hreint heima hjá sér
að borða annað en salat
kem með meira á næstu dögum....

Í gærkveldi fórum ég, Elín Ása og Sólveig út að borða á Italiano. Vorum rosalega dömulegar til að byrja með en þegar leið á kvöldið gáfumst við upp á því....

Engin ummæli: