Næstu daga er ég alfarið í fríi... Skólinn minn byrjar ekki fyrr en 27.janúar og þá bara á einhverju 3 vikna námskeiði í einhverja örfáa tíma á dag. Að loknum þessum þremur vikum hefst svo skólinn aftur á billjón.
Gugga og vinkona hennar ætla að kíkja hingað til Köben á morgun í djammæfingabúðir. Sella kemur svo 30. janúar í annað sinn en það var svona hrikalega gaman hjá okkur stöllum í síðustu heimsókn að hún barasta varð að koma aftur. Ég er að spæla að kíkja fyrstu helgina í febrúar í heimsókn til Rannveigar í Lundi. Svo veit ég að Þórunn er mikið að spæla í að koma hingað í febrúar. Vill einhver annar koma í heimsókn líka, um að gera fara að ákveða dagsetningu þar sem dagskráin er þéttsetin?
En úff 25 ára á þessu ári! Sólveig átti kvartaldarafmæli í gær... Mér finnst ég ekkert vera orðin svona gömul. En já við stelpurnar ákváðum við ætlum bara að vera 23 ára áfram.... það er fínn aldur og ekki ætlast til of mikils af manni þá. 25 ára krísan alveg í hámarki þessa dagana.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli