mánudagur, janúar 23, 2006

Raunveruleikinn blasir við

Þetta massífa frí er senn á enda einungis vika eftir! Skvísurnar eru farnar af landi brott með örugglega einhverja yfirvigt. Það er búið að drekka ófáa kokteila og enn fleiri bjóra á meðan þær voru í heimsókn. Auðvitað líka búið að borða slatta af góðum mat.

Í gær eyddum við deginum í að labba á milli kaffihúsa, inni á milli fræddi ég þær um arkitektúrinn og sögu Kaupmannahafnar. Án djóks þá var bara alltof kalt til að vera á röltinu.

Stelpunum fannst auglýsingapóstkortin frábær og kaffihús var ekki nógu flott ef það var ekki hægt að finna póstkort þar. Einhver á eftir drepast úr hlátri eftir nokkra daga.

Allavega hefur verið mikið hlegið þessa helgina. Dömunámskeiðið í hámarki! Einnig líkamsræktin hlæðu þig granna....og losa!

Engin ummæli: