sunnudagur, febrúar 20, 2005

Innvígslan

Shit! Það var fáranlega gaman í gærkveldi.

Allir urðu vel ölvaðir... ég var að sjálfsögðu þar á meðal. En aldrei svo vant var ekkert vesen, engin trúnó, ekkert drama, engin rifrildi og enginn slasaðist. Ég tel það bara helvíti gott.

Ég söng fullt í singstarinu en ég telst víst ekki sem nein Madonna né sem manneskja sem syngur vel. Jellóshotin runnu ljúflega niður en ég náði því miður ekki nema örfáum. Já að sjálfsögðu varð ég að taka nokkra leiki í uppboðsdrykkjuleiknum.

Fólk virtist skemmta sér konunglega og við létum fólkið sem var verið að víga inn gera hitt og þetta þar á meðal sverja eið inn í félagið.

Er líða fór á kvöldið var stefnan sett á 101... fórum fyrst á Sólon. Mikið rosalega var mikið af fólki þar... ég fékk viðbjóðslega mikla innilokunarkennd og fannst ekkert sérstakt þar þótt ég hafi dansað fullt. Því næst fórum við á Nelly´s en þreyta var komin í liðið og ákveðið var að halda heim á leið.

Leigubílaröðin! Ég held ég hafi aldrei upplifað jafnskemmtilega leigubílaröð. Það var skemmtilegra þar en á Sólon. Hitti fullt af fólki og það var mikið hlegið.

Í dag vaknaði ég fyrir ellefu og var bara hin hressasta. Ótrúlegt en satt! Þórunn mætti svo hingað um hádegi með þynnkumat í för.... hún var ekki jafnhress og ég....heheheeh. Svo fórum við og tókum til eftir teitið. Svo var bara hangið heima það sem eftir lifði af degi. Ljúft!

Ég vil þakka öllum sem ég hitti í gær fyrir frábært kvöld!

Engin ummæli: