miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Það er ekkert grín að vera svín og trúa á líf eftir jólin

Ofurkonan ég er að reyna að komast í gírinn.

Eins og núna þá er ég að pína sjálfa mig til að læra og taka til.... já já það er alveg hægt að gera tvennt í einu. En neiiii ég sit hér og röfla á þessari síðu....framtakssemin alltaf hreint. Ok ég er þó búin að setja í þvottavélina!

Ef einhver er rosalega vel að sér í markaðsfræði og rekstrarstjórnun þá má sá endilega tala við mig og kenna mér þetta efni.

Í vinnunni tókum ég og Erna upp á því að skrifa fyndna málshætti á blað og hengja upp... skiptumst á að gera. Kann einhver einhverja fyndna málshætti... við erum komnar með marga eftir Sverri Stormsker. Mega ekki vera klúrir þar sem allir meðal annars þingmenn geta séð þá.

Enginn verður óbarinn boxari...

Engin ummæli: