laugardagur, febrúar 19, 2005

Dagurinn sem allir hafa beðið eftir.....

Í dag er dagurinn!

Innvígsla Díónýsusar! Þórunn, Kristín og ég erum búnar að undirbúa þetta allt saman og nú er bara málið að skella sér í djammgallann og setja á sig glimmer og gloss og þá erum við reddí.

Ég geri fastlega ráð fyrir að kvöldið verði viðburðarríkt og skemmtilegt. Ekki annað að búast af þessum hópi.

Því miður sit ég hérna í vinnunni þar sem ég fæ að dúsa í allann dag eða alveg til klukkan 20. Vúhú eða þannig. Splittar ekki diff þar sem kvöldið verður svo skemmtilegt.

Í gærkveldi var pítsa og idol hjá Kristínu og Trausta. Svaka stuð, nett tjill enda allir að byggja upp orku í kvöldið.

Akkuru er eins og klukkan gangi aftur á bak?

Engin ummæli: