þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Gleðidagur í lífi mínu

já... þeir sem þekkja mig vita að ég lifi ekki daginn af án kaffi. Í dag losnaði ég undan þeim álögum sem fylgt hafa vinnustað mínum... þ.e.a.s. virkilega vont kaffi. Í dag birtist allt í einu dýrindis maskína...expressóvél! Ég var í sæluvímu þegar ég sá manninn koma inn með risastóran kassa með mynd af alvöru expressovél að utan. Svo í hádeginu sat maður eins og lítill krakki að bíða eftir jólunum þegar maðurinn var að tengja fínheitin. Fyrsti bollinn var unaðslegur! Og númer tvö var enn betri...númer þrjú hreint æði... svo leyfði ég öðrum að komast að...hehehe

Engin ummæli: