föstudagur, nóvember 05, 2004

helgin

jæja komin helgi enn einu sinni....

Ég er búin að vera að vinna til kl. 20 öll kvöld í þessari viku og hef komið heim til mín alveg gjörsamlega uppgefin.... því hef ég ekki farið út á meðal skemmtilegs fólks í heila viku. Í kveld breytum við því... ég og Sigrún ætlum á double date í kveld... með okkur sjálfum. Eins og ég lýsti yfir fyrir ekki svo löngu þá hef ég ákveðið að gerast sjálfkynhneigð. Ég er alveg gjörsamlega dolfallin og ástfangin...af sjálfri mér. Þetta dæmi er alveg að virka. En allavega þá ætlum við að fara og fá okkur eitthvað gott að borða og síðan kannski nokkra öllara á Kúltúr. Katla og Tinna munu líklega slást með í för á þetta hópstefnumót. En eins og yfirlýsingin í póstinum á undan gaf út þá mun ég ekki fara á neitt ofsa djamm.

Helgin er þrælskipulögð... lærdómur, þrif, lærdómur, tjill og margt fleira.

Jæja óskið mér góðs gengis á deitinu í kvöld... múhahahahahaha

Engin ummæli: