þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Draumar

Gvuð minn almáttugur nú er vinnan búin að taka yfir allt....

Í nótt dreymdi mig einkar furðulegan draum...

Ég var allt í einu orðin blaðamaður fyrir stúdentablaðið eða á vegum SUS eða eitthvað slíkt. Ég var úti á skrifstofu Framsóknarflokksins að taka viðtal við nokkra ráðherra og þingmenn. Meðal þeirra sem sátu þarna voru Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Magnús Stefánsson, Guðni Ágústsson, Einar K. Guðfinnsson, Gunnar Birgisson, síðan aðstoðarmenn Davíðs og Halldórs og einhverjir fleiri... en allavega þá er ég að spurja allskonar spurninga meðal annars hvenær þeir ætluðu sér að breyta kerfinu hjá LÍN og ýmislegt annað. En það fyndna í draumnum þá var Halldór Ásgríms með sínar eigin spurningar tilbúnar og svör við þeim. Ég vildi nú ekki nota þær spurningar þannig þá gat hann og vildi ekki svara neinu öðru.

mér finnst svona draumar benda til þess að ég taki vinnu mína allt alltof alvarlega.

Engin ummæli: