sunnudagur, nóvember 28, 2004

ÉG er á lífi

Voruði farin að sakna mín???

ég hef búið í vinnunni síðustu daga... nóg að gera.

Á föstudag var málstofan í skólanum... djöfull gekk okkur vel! Við vorum flottastar. Svöruðum þessum fáum spurningum sem hann fann upp á alveg 100%.

Ég og Þórunn fórum á kojufyllerí á föstudagskvöldið... drukkum nokkrar flöskur af hvítvíni... en eitthvað fannst okkur vanta fólk í þetta fámenna samkvæmi því kúguðum strákana í heimsókn. Þeim fannst við ekkert sérlega skemmtilegar held ég. Okkur fannst þeir ekkert sérlega hressir.

Á laugardag var operation KONFEKT! byrjuðum á að fara í Bónus og versla allt hráefni. Síðan var eldhúsið í Bakkasmáranum lagt undir föndrið. Vorum að fram á kvöld... afraksturinn stórglæsilegur. Myndir koma síðar.
Síðan enduðum ég, Þórunn og Helena í trylltum dansi og viðreynslum í bænum.

Í dag: VINNA

Engin ummæli: