sunnudagur, september 05, 2004

Bloggedí blogg

Djös ans hel...blíbb blíbb... er búin að vera að reyna að breyta útliti þessarar síðu og gera hana aðeins notendavænni en það virðist ekkert ætla að virka hjá mér.... Búin að væla í Dabba að breyta fyrir mér en gengur eitthvað illa.

Annars að frétta:

  • Vinna vinna vinna,
  • skólinn hefst á fimmtudag en ég var fyrir norðan síðustu helgi (27.-29.ágúst) alveg einstaklega fróðleg helgi
  • byrjuð í ræktinni aftur (harðsperrur dauðans)
  • það verður massíft að gera hjá mér í haust, með allt þetta dótarí fyrir höndum.
  • fór á djammið með Kötlu á föstudag... mjög áhugavert kvöld.
  • fór í vinnuna á laugardagsmorgun kl. 8 um morgunin vægast sagt þreytt
  • hitti Sigrúnu í gærkvöldi í dinner and a movie... dinner á brennslunni en draumaland í bíó
  • þetta var í fyrsta skipti sem ég sef heila mynd í bíó
  • er meira og meira farin að spæla í að flytja að heiman
  • flestar vinkonur mínar eru fluttar til útlanda í að minnsta kosti önn. (ákkúrat þegar ég er flutt heim)

En ég lofa ferðasögu af Deutschland seinna þegar ég hef framkallað myndirnar...

Ég lofa einnig að fara að blogga aðeins meira... nú þar sem ég verð meira fyrir framan tölvu vegna skólans mun ég sennilega leita meira hingað til að eyða tímanum sem ég á að nota í lærdóm.

Engin ummæli: