mánudagur, september 06, 2004

Í vinnunni

Jæja,
Í morgun fór Hrebbna í sjónmælingu sem er nú ekki neitt merkilegt fyrirbæri. En sko ég hélt ég væri í mínus... og það var búið að mæla mig þannig fyrir nokkrum árum en svo allt í einu núna þá er ég í plús með smá sjónskekkju. Stórfurðulegt!

Og svo fór ég og fjárfesti í sjónvarpi... gamla ákvað að verða svarthvítt og flökta, fjarstýringin drapst og hljóðið var orðið dapurt. Svo maður ákvað að smella sér í ELKO og rétta fram debetkortið. Tækið ætlaði nú ekki að passa inn í bílinn... kassinn var svo stór.

Gærkveldið hjá mér fór í videógláp horfði á Cheaper by the dozen og East is East.

Engin ummæli: