sunnudagur, september 19, 2004

Gærkveldið

Jæja, hvar skal byrja?

Fór á djammið eins og sést á póstinum á undan. Nett tekið á því. Ég og Þórunn vorum fyrstar að byrja á þambinu. Gerðum ávaxtasjeika með vodka... mjög gott. Þegar Helena mætti þá var meira teigað... meðan hún málaði sig fórum ég og Þórunn í drykkjuleik....
Birna mætti síðan og við stelpurnar skemmtum okkur konunglega að ræða allt milli himins og jarðar.

Bærinn tekinn með trompi.... Þórunn orðin vel hífuð og fer og nær í strákana á Pravda og dregur þá á Hressó. Hressó er skemmtilegur staður, hitti fullt af fólki sem maður þekkir.

Þegar leið og kvöldið/nóttina/morguninn og drykkirnir urðu fleiri og fleiri þá sá maður viðreynslur í hverju horni, sumt tókst annað ekki. Gvuð og Satan skemmtu fólki múhahhahaa.

Þegar okkur var hent út af Hressó fórum við á Gaukinn og þykjast ætla að spila pool... varð aldrei neitt úr því. Leigubílaröðin tekin með trompi... Helena a.k.a. fór af kostum.

Engin ummæli: